Zew-væntingarvísitala Þýskalands hækkaði í -19 í desember, en hafði áður lækkað tíu mánuði í röð og mældist -28,5 í nóvember og hafði ekki verið lægri síðan í mars 1993, segir í frétt Dow Jones.

Greiningaraðilar höfðu spáð að vísitalan yrði í -25 í desember, en meðaltal vísitölunnar frá upphafi mælinga er 33,7.

Ef vísitalan mælist undir núlli þýðir það að fleiri greiningaraðilar eru svartsýnir á efnahagshorfur, heldur en jákvæðir.