Væntingarvísitala atvinnulífsins í Þýskalandi var birt á miðvikudag og lækkaði hún óvænt úr 93,3 stigum í apríl í 92,9 stig í maí. Er þetta í fjórða sinn í röð sem hún lækkar og hefur hún nú náð tveggja ára lágmarki síðan í ágúst 2003. Væntingarvísitalan er byggð á væntingum 7.000 framkvæmdastjóra. Hagfræðingar höfðu spáð að vísitalan myndi hækka í 93,4 stig. Lækkun vísitölunnar í Þýskalandi má einkum rekja til minni væntinga á vinnumarkaði og að þýska hagkerfið dróst saman á fyrsta ársfjórðungi. OECD hefur minnkað hagvaxtarspá sína um 0,7% fyrir evrusvæðið í heild sinni eða úr 1,9% í 1,2%. OECD hefur ráðlagt Seðlabanka Evrópu (ECB) að lækka vexti til að örva eftirspurn og koma hagkerfinu á réttan kjöl á ný.

Hans-Werner Slinn, forstjóri Ifo tölfræðistofnunarinnar í Munchen, sagði að væntingarvísitala endurspegli ekki endilega það sem komi til með að verða. Hann sagði einnig að ECB hafi náð að halda stöðugum vöxtum, "en núna er staðan önnur og tímabært að ECB lækka vexti."

Hins vegar segir Jean-Claude, bankastjóri ECB, að lækkun á vöxtum myndi leiða til öfugra áhrifa en ætlast væri til.