Úrvalsvísitala kauphallar Nasdaq Iceland hækkaði um 0,20% í dag og endaði í 1.763,51 stigum. Viðskipti á hlutabréfamarkaði námu tæplega 1,5 milljörðum króna. Aðalvísitala skuldabréfa hækkaði um 0,05% og stendur því í 1.368,34 stigum, en viðskipti með skuldabréf námu ríflega 6,3 milljörðum króna.

Mest hækkun var á bréfum Fjarskipta, móðurfélags Vodafone, en þau hækkuðu um 1,69% í viðskiptum upp á tæpar 223 milljónir króna. Bréfin stóðu því í 72,30 krónum við lokun markaða. Þá hækkuðu bréf Símans um 1,30% í 376 milljón króna viðskiptum en bréf félagsins stóðu því í 4,28 krónum í lok dags.

Mest lækkuðu bréf Eimskipa eða um 1,93% í viðskiptum upp á 16 milljónir króna. Lokagengi bréfa Eimskipa var því 229,00 krónur. Þá lækkuðu bréf Reita um 1,24% í 56 milljón króna viðskiptum en gengi bréfanna var 83,45 krónur þegar markaðir lokuðu.