Vodafone (Fjarskipti hf.) hefur brugðist við fréttum af dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem fyrirskipað hefur Sýslumanninum í Reykjavík að leggja lögbann á aðgang notenda Vodafone að vefsíðunum deildu.net og PirateBay.

„Það er jákvætt að niðurstaða héraðsdóms í máli STEFS gegn fjarskiptafyrirtækjunum sé fengin," segir í yfirlýsingu Vodafone. „Þar er komin afstaða dómstóla til flókins máls. Lögmenn okkar munu nú leggja mat á niðurstöðuna, áður en ákvörðun um næstu skref er tekin. Þess má geta að Vodafone hefur ekki lokað að umræddar vefsíður á þessu stigi málsins enda hefur sýslumaður enn ekki lagt á lögbann í samræmi við niðurstöðu dómsins.

Á grundvelli fyrrnefndrar niðurstöðu héraðsdóms má gera ráð fyrir að  STEF fari fram á við öll fjarskiptafyrirtæki landsins að lokað verði á umræddar síður.“