*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Erlent 17. júní 2021 10:01

Vogunarsjóðir veðja á Bitcoin

Framkvæmdastjórar vogunarsjóða reikna með að hauka hlutfall rafmynta sem hlutfall af eignum sjóðanna.

Snær Snæbjörnsson
epa

Framkvæmdastjórar vogunarsjóða reikna með að hafa að meðtaltali um 7,2% af eignum sínum í rafmyntum innan næstu fimm ára samkvæmt könnun meðal framkvæmdastjóra víð vegar um heim. Financial Times greinir frá.

Ef þátttakendur í könnuninni reynast getspakir myndi það gera það að verkum að vogunarsjóðir heimsins hefðu um 312 milljarða dollara virði af rafmyntum í stýringu. Í dag fjárfestir um fimmtungur vogunarsjóða í rafmynt samkvæmt nýlegri könnun PwC en um helmingur þeirra er með minna en 1% af eignum sínum í rafmyntum.

Rafmyntir hafa legið undir nokkurri gagnrýni upp á síðkastið en sveiflukennt eðli myntanna hefur gert það að verkum að aðrir forstöðumenn í eignastýringu hafi veigrað sig frá þeim. Í dag eru það mest megnis fjárfestar með mikið áhættuþol sem að fjárfesta í rafmyntum og jafnvel þá er það einungis í litlu magni.

Bitcoin, langsamlega stærsta rafmynt heims, hefur farið í gegnum mikla rússíbanareið á þessu ári frá því að Tesla tilkynnti um að félagið myndi taka við myntinni og frá því að Elon Musk, forstjóri Tesla, greindi frá því að félagið myndi ekki taka við myntinni. Fyrir stuttu greindi Musk frá því á Twitter að félagið hefði selt um 10% af Bitcoinforða sínum til að meta greiðsluhæfi myntarinnar. Þá sagði hann einnig að félagið myndi taka aftur við myntinni þegar að meirihluti greftrar væri orðinn umhverfisvænn.

Stikkorð: Bitcoin Musk Rafmyntir