*

laugardagur, 27. febrúar 2021
Erlent 23. febrúar 2021 19:22

Vogunarsjóðsstjóranir þénuðu vel í Covid

Árslaun Israel Englander, sjóðstjóri Millenium Management, námu 3,8 milljörðum dollara á síðasta ári.

Ritstjórn
Bill Ackman, sjóðstjóri Pershing Square Capital Management, komst inn á topp 10 listann í ár.
epa

Sjóðstjórar tíu stærstu vogunarsjóða heims þénuðu 20,1 milljarða dollara á síðasta ári, sem er 50% aukning frá fyrra ári. Í íslenskum krónum nema heildarlaun forstjóranna 2.572 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram á lista Insitutional Investor yfir launahæstu vogunarsjóðsstjóranna. 

Efstur á listanum er Israel Englander, forstjóri Millenium Management, en tekjur hans á síðasta ári námu 3,8 milljörðum dollara. Árslaun hans á síðasta ári meira en tvöfölduðust því frá árinu 2019 þegar þau voru rúmlega 1,5 milljarðar dollara. Englander skilaði fjárfestum Millenium 26% ávöxtun á síðasta ári. 

Ávöxtun vogunarsjóða nam 11,7% að meðaltali árið 2020 en ef einungis er litið til vogunarsjóða topp tíu vogunarsjóðsstjóranna er meðalávöxtunin 43%, samkvæmt frétt Reuters. Af þeim var sjóðurinn Medallion hjá vogunarsjóðinum Renaissance Technologis hæstur með 76% ávöxtun.  

Árslaun allra tíu vogunarsjóðsstjóranna voru yfir einum milljarði dollara á síðasta ári en árið 2019 voru þeir einungis átta sem náðu . 

Bill Ackman komst á listann að þessu sinni en árslaun hans námu 1,4 milljarði dollara á síðasta ári. Vogunarsjóður hans, Pershing Square Capital Management, stórgræddi á skortsölu í byrjun heimsfaraldursins

Topp 10 listinn yfir launahæstu vogunarsjóðsstjóranna er eftirfarandi: 

  1. $3.800.000.000 - Israel Englander (Millenium Management)
  2. $2.600.000.000 - James Simons (Renaissance Technologies)
  3. $2.500.000.000 - Chase Coleman (Tiger Global Management)
  4. $1.800.000.000 - Kenneth Griffin (Citadel)
  5. $1.700.000.000 - Steve Cohen (Point72 Asset Management)
  6. $1.700.000.000 - David Tepper (Appaloosa Management)
  7. $1.600.000.000 - Phillippe Laffont (Coatue Management)
  8. $1.500.000.000 - O. Andreas Halvorsen (Viking Global Investors)
  9. $1.500.000.000 - Scott Shleifer (Tiger Global Management)
  10. $1.400.000.000 - Bill Ackman (Pershing Square Capital Management)