*

miðvikudagur, 17. júlí 2019
Innlent 10. janúar 2018 15:33

Vogunarsjóður eignast 5,11% í TM

Eignarhlutur Lansdowne Partners í Tryggingamiðstöðinni er að andvirði um 2,2 milljarða króna.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Breski vogunarsjóðurinn Lansdowne Partners Limited hefur aukið við hlut sinn í Tryggingamiðstöðinni og á félagið nú 5,11% í tryggingafélaginu. Með kaupum á bréfum í félaginu í dag fór félagið upp fyrir 5% mörkin og á félagið nú 34.675.000 bréf í félaginu, sem miðað við gengi bréfanna þegar þetta er skrifað, 34,50 krónur, er að andvirði 1.196.287.500 króna.

Samkvæmt hluthafaskrá Tryggingamiðstöðvarinnar sem síðast var uppfærð 4. janúar síðastliðinn var heildareignarhlutur vogunarsjóðsins í tryggingafélaginu 32.000.000 hlutir, sem miðað við núverandi gengi væru að andvirði 1.104.000.000 króna.

Mismunurinn, 2.675.000 hlutir ættu miðað við þetta að vera að verðmæti tæplega 92,3 milljóna en samkvæmt upplýsingum Keldunni hefur gengi bréfa TM hækkað um 2,68% í 137 milljón króna viðskiptum í dag.

Stikkorð: TM Landsdowne Parnters
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is