Vogunarsjóðurinn Burlington Loan Management, írskt skúffufyrirtæki sem stýrt er af bandaríska sjóðsstýringarfyrirtækinu Davidson Kempner, hefur nær tvöfaldað eign sína í þrotabúi Glitnis á síðustu vikum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Sjóðurinn eignaðist kröfur á hendur þrotabúi Glitnis fyrir um 100 milljónir króna í mars en átti fyrir um 140 milljarða.

Sjóðurinn er stærsti einstaki kröfuhafi Glitnis og á um 10% allra samþykktra krafna í búið. Morgunblaðið hefur eftir heimildarmönnum að sjóðurinn hafi keypt stærstan hluta krafna sem slitastjórn Landsbankans (LBI) seldi, en greint var frá sölu LBI á hlut sínum í gær.

Miðað við 25% heimtur er markaðsvirði krafna Burlington í þrotabú Glitnis um 60 milljarðar króna.