*

miðvikudagur, 11. desember 2019
Erlent 14. júní 2017 17:54

Volkswagen býður engar skaðabætur

Þýski bílaframleiðandinn braut ekki evrópsk lög þegar fyrirtækið svindlaði á útblástursprófunum.

Ritstjórn

Þýski bílaframleiðandi Volkswagen hefur samþykkt að bjóða evrópskum eigendum díselbíla frá fyrirtækinu tveggja ára viðbótarábyrgð vegna svindls fyrirtækisins í útblásturprófunum. Fyrirtækið mun hins vegar ekki bjóða skaðabætur til þessara bíleigenda. Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Embættismenn innan Evrópusambandsins hafa sett mikinn þrýsting á Volkswagen að fyrirtækið greiði viðskiptavinum sínum skaðabætur eftir að fyrirtækið viðurkenndi fyrir bandarískum eftirlitsmönnum í september 2015 að hafa svindlað á útblástursprófum með notkun hugbúnaðar sem sýndi minni útblástur en raun var. Var heildarfjöldi bíla sem framleiddir voru á tímanum sem svindlið átti sér um 11 milljónir.

Þrátt fyrir að hafa viðurkennt brot sín fyrir bandarískum stjórnvöldum, braut Volkswagen ekki evrópsk lög og hefur þar með enga skaðabótaábyrgð.

Stikkorð: Volkswagen