Sænski bílaframleiðandinn Volvo Cars íhugar skráningu á markað í Kauphöll Nasdaq í Stokkhólmi, að því er Reuters greinir frá.

Volvo Cars, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins Geely Holding Group, greindi einnig frá því að samningur forstjórans Hakan Samuelsson hafi verið framlengdur út árið 2022.

Annar bílaframleiðandi sem er í eigu Geely, Geely Automobile, er skráður á markað í Hong Kong. Í febrúar var fallið frá því að sameina Volvo Cars og Geely Automobile.