Alls voru fluttar inn vörur fyrir 42,5 milljarða króna í febrúar og inn fyrir 45,5 milljarða. Vöruskiptin í febrúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 3 milljarða króna. Á fyrstu tveimur mánuðum ársins nemur vöruskiptahallinn 4 milljörðum króna. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.

Fyrstu tvo mánuði ársins 2016 voru fluttar út vörur fyrir tæpa 88,4 milljarða króna. Það er 12,9 milljörðum, eða 12,8%, lægra á gengi hvors árs, en á sama tíma árið áður.

Fluttar voru inn vörur fyrir rúma 92,3 milljarða króna , en það er 11,5 milljörðum, eða 11,1% lægra en á sama tímabili ári áður.