Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir desember 2008 nam útflutningur 54,0 milljörðum króna og innflutningur 29,9 milljörðum króna.

Vöruskiptin í desember voru því hagstæð um 24,1 milljarð króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Þar kemur fram að afgangur á vöruskiptunum í einum mánuði ekki verið stærri frá því að byrjað var að taka saman mánaðarlegar tölur um vöruskiptin á föstu gengi árið 1992.

4,8 milljarða króna halli á árinu 2008

Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar fyrir desember gæti hallinn á vöruskiptunum við útlönd á árinu 2008 því verið um 4,8 milljarðar.

Niðurstaða ársins byggð á bráðabirgðatölum er hinsvegar mikilli óvissu háð þar sem tölur gætu breyst vegna ársyfirferðar auk þess sem uppgjör verslunar með skip og flugvélar er ekki fyrirliggjandi nú.

Vísbendingar eru um meira verðmæti útfluttra sjávarafurða og áls en minna verðmæti innflutts eldsneytis, hrá og rekstrarvara og neysluvara annarra en mat- og drykkjarvara í desember 2008 miðað við nóvember 2008.