*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 26. janúar 2017 10:56

Waitrose: Óveðri við Ísland að kenna

Viðskiptavinum Waitrose í Bretlandi er sagt að óveður, en ekki verkfall, skýri skort á íslenskum fiskafurðum.

Ritstjórn

Í verslun Waitrose í Bretlandi er framboð af íslenskum þorski og ýsu orðið afar lítið vegna verkfalls sjómanna. Það er þó ekki sú skýring sem verslanakeðjan gefur viðskiptavinum sínum, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þar segir að aftakaveður við Íslandsstrendur hafi tímabundið haft áhrif á framboð á fisktegundunum tveimur. 

Vonast verslanakeðjan til að veðrinu sloti hið fyrsta og að fiskurinn verði aftur á boðstólum fljótlega. 

Stikkorð: Fiskur Verkfall Waitrose