Wal-Mart, stærsta verslunarkeðja heims, hefur ákveðið að hefja að nýju sölu á skotvopnum í enn fleiri verslunum sínum í Bandaríkjunum.

Verslunarkeðjan hefur boðið upp á riffla, haglabyggur og skothylki í um 1.300 af 4.000 verslunum sínum í vestanhafs en nú verður útsölustöðum fjölgað í um 2.000.

Wal-Mart hætti að selja skotvopn í mörgum búða sinna árið 2006 vegna lítillar eftirspurnar en nú telja forsvarsmenn keðjunnar rétt að bjóða upp á þennan vöruflokk víðar í ljósi minnkandi sölu í verslunum verslunarkeðjunnar.

Lögð verður sérstök áhersla á þau svæði í Bandaríkjunum þar sem skotveiðar og stangveiði er stunduð.  Wal-Mart selur eingöngu skammbyssur í verslunum sínum á Alaska.

The retailer doesn't sell handguns in any of its stores, other than in Alaska.