Hlutabréf hækkuðu á Wall Street í dag. Sömu sögu er að segja úr kauphöllum Evrópu.  Gerðist það í kjölfar afsagnar Hosni Mubarak forseta Egyptalands. Hækkunin á Wall Street er einnig rakin til yfirlýsinga Barack Obama til aðstoðar þeim sem hyggjast festa kaup á eigin húsnæði.

Hlutabréfavísitölur höfðu lækkað fyrri hluta dags og var lækkunin rakin til óeirðanna í Egyptalandi. Egyptaland er mikilvægt land í alþjóðaviðskiptum þar sem landið ræður yfir Suez skurðinum.

Dow Jones hækkaði um 0,37%, Nasdaq um 0,62% og S&P 500 hækkaði um 0,58%.

FTSE 100 vísitalan hækkaði um 0,71%, CAC 40 um 0,15% og DAX vísitalan um 0,42%.