*

laugardagur, 24. október 2020
Erlent 15. júní 2020 15:37

Walmart og Shopify í samstarf

Walmart hyggst auka netsölu sína og er nú komið í samstarf við Shopify, bréf Shopify hafa hækkað um 87% það sem af er árs.

Ritstjórn
Walmart hyggst auka netsölu sína og hefur nú hafið samstarf við Shopify.
epa

Síðasta mánudag kom tilkynning frá Walmart þess efnis að félagið sé komið í samstarf við netviðskipta (e. e-commerce) fyrirtækið Shopify. Ástæðan er sögð vera sú að Walmart hyggst auka netsölu sína, frá þessu er greint á vef CNBC.

Netsala hefur aukist til muna í kjölfar COVID-19, en Walmart gerir ráð fyrir 1.200 nýjum viðskiptavinum í gegnum samstarfið við Shopify. Áætlað er að flestir þeirra viðskiptavina munu vera lítil og meðalstór Bandarísk fyrirtæki. Á síðasta ársfjórðungi jókst netsala dótturfélags Walmart, Jet.com, um 74% en Walmart keypti félagið fyrir um 3,3 milljarða Bandaríkjadali 2016.

Shopify hækkaði um 3% á fyrirmarkaði við tíðindin en bréf félagsins hafa hækkað um 87% það sem af er árs.

Stikkorð: Walmart netsala Shopify