*

mánudagur, 19. ágúst 2019
Erlent 24. ágúst 2016 18:52

Walton fjölskyldan losar sig við bréf

Walton fjölskyldan á um 51% í Walmart. Félag í eigu fjölskyldunnar hefur selt umtalsvert af bréfum í verslunarrisanum.

Ritstjórn
Walmart verslun í Bandaríkjunum

Walton fjölskyldan, sem tók við Walmart veldinu, losaði sig við umtalsvert magn af bréfum í vikunni. Eignarhaldsfélag sem heldur utan um hluta auðsins, seldi 3,5 milljónir bréfa á verðbilinu 72,45 til 74,28 dalir.

Í aprílmánuði árið 2015 flutti Walton Enterprises LLC, 6% eignarhlut í Walmart verslunarrisanum yfir í félagið Walton Family Holdings Trust. Í júní seldi WFHT bréf að andvirði 104 milljóna Bandaríkjadala, en nýjasta losunin nemur allt að 256 milljónum dala.

Félög í eigu Walton fjölskyldunnar eru skráð fyrir um 51% hlut í Walmart. Walton Family Holdings Trust á 170 milljón bréf og Walton Enterprises um 1,4 milljarða bréfa.