Enska knattspyrnuliðið West Ham hefur sent frá sér tilkynningu þess efnis að auglýsingasamningi við XL Holidays, sem heyrir undir hið gjaldþrota XL Leisure Group, hafi verið rift.

Í tilkynningunni segir að í ljósi aðstæða sé ómögulegt að halda samstarfinu við XL Holidays áfram.

Þeim sem eru strandaglópar á Miðjarðarhafsslóðum í miðju ferðlalagi á vegum XL Holidays sýnd dýpsta samúð í tilkynningunni.

„Í ljósi þessa,” segir í tilkynningunni – „hafa öll eintök treyju liðsins verið tekin úr umferð.”