Yfir 80 viðskiptaáætlanir bárust í Gulleggið 82 viðskiptaáætlunum var skilað inn í keppnina um Gulleggið. Áður höfðu þátttakendur skilað inn stuttu ágripi af viðskiptahugmyndinni í janúar. Þá fá efstu 10 teymin nokkra daga til þess að betrumbæta áætlanir sínar með ráðleggingar og athugasemdir rýnihópsins í huga. Laugardaginn 31. mars fer fram lokahóf Gulleggsins og þá bíður dómnefndar það vandasama verk að velja sigurvegara Gulleggsins 2012.