*

mánudagur, 1. júní 2020
Erlent 29. október 2019 14:35

Yfirgnæfandi líkur á vaxtalækkun

Greinendur telja 95% líkur á að Jay Powell muni tilkynna þriðju vaxtalækkunina í röð á miðvikudaginn.

Ritstjórn
Jerome Powell bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna.

Peningastefnunefnd Seðlabanka Bandaríkjanna ræður ráðum sínum næstkomandi  miðvikudag og eftir fund nefndarinnar mun bankastjórinn Jay Powell tilkynna vaxtaákvörðun bankans. Þrátt fyrir litla verðbólgu og minnsta atvinnuleysi í hart nær 50 ár greinir Financial Times frá því að markaðsaðilar telji 95% líkur á að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta í vikunni.  

Gangi spáin eftir yrði það þriðju vaxtalækkun bankans í röð en lækkunarferilinn hófst í júlí síðasta sumar og aftur síðastliðinn september. Samtals hafi vextir þá lækkað um 0,75 prósentur síðan í sumar. 

Að sögn FT hefur vaxtalækkunin að undanförnu verið gerð til að tryggja að samdráttur í útflutningi og framleiðslu leiði til þess að einkaneysla almennings taki einnig að dragast saman. Hagstofa Bandaríkjanna birtir nýjar tölur um einkaneyslu á þriðja fjórðungi áður en peningastefnunefndin kemur saman á miðvikudaginn en flestir greinendur reikna með að tölurnar komi til með að sýna að neysla fari minnkandi.  

Mestar áhyggjur beinast þó að fjárfestingu atvinnulífsins sem hefur minnkað hratt á þessu ári og dróst meira að segja saman skv. þjóðhagsreikningum á öðrum ársfjórðungi. Ef fjárfestingar atvinnulífsins halda áfram að minnka í tölum fyrir þriðja ársfjórðungi yrði það mesti samdráttur sem sést hafi síðan í fjármálahrunið 2008 reið yfir. 

Tölur um birgðahald fyrirtækja er beðið með einnar mestu eftirvæntingu. Sýni tölurnar að lagerar fyrirtækja séu að fyllast af óseldum vörum muni Seðlabankinn þurfa að bregðast við.