Fréttir um að hætta væri á að yfirtaka á Somerfield næði fram að ganga virðast vera málum blandnar. Í nýrri frétt The Daily Telegraph kemur fram að aðilar málsins hafa neitað að þetta eigi við rök að styðjast og telja þvert á móti að með þessu hafi verið gerð tilraun til þess að hafa hafa áhrif á gengi hlutabréfa félagsins. Fyrir því er borin talsmaður Somerfield.

Talsmaður Somerfield var með þessu að bregðast við fréttum sem fór af stað um að 1,1 milljarðs punda tilboð í Somerfield væri að detta uppfyrir.

Hópur fjárfesta vinnur nú að yfirtöku félagsins en hann stendur saman af fjárfestingasjóðunum Apax Partners, Barclays Capital og auðjöfrinum Robert Tchenguiz. Sagan sagði að þessi hópur væri að gefast upp á að kaupa Somerfield sem rekur yfir 1.300 verslanir. Sem kunnugt er þá var Baugur með í upphaflega fjárfestingahópnum en dróg sig út úr honum í júlí.

Í fréttum hafði því verið haldið fram að yfirtökuhópnum hefði ekki litist á stöðu lífeyrissjóðs starfsmanna Somerfield. Einnig hefði rannsókn enska viðskiptaráðsins (Office of Fair Trading) á verðsamráði á tóbaksvörum orðið til þess að draga úr áhuga fjárfesta.

Hópurinn hefur frest fram til 14. október að skila inn tilboði.