Robert Zoellick, fyrrverandi forstjóri Alþjóðabankans, hefur verið ráðinn til að stýra alþjóðateymi bandaríska fjárfestingarbankans Goldman Sachs. Zoellick var forstjóri Alþjóðabankans frá í júlí árið 2007 og fram í júní í fyrra. Hann var ötull stuðningsmaður Mitt Romneys forsetaframbjóðanda í Bandaríkjunum í fyrra og var búist við að hann mynda verða tilnefndur annað hvort í embætti utanríkisráðherra eða fjármálaráðherra myndi Romney vinna. Af því varð hins vegar ekki.

Breska dagblaðið Financial Times segir um ráðningu Zoellicks þetta ekki fyrsta skiptið sem hann vinni fyrir bankann en áður en hann kom til starfa hjá Alþjóðabankanum var hann m.a. varaformaður stjórnar Goldman Sachs. Þá hefur hann unnið mikið við forseta Bandaríkjanna úr röðum Repúlikana, s.s. í forsetatíð Ronald Reagan og í tíð Bush-feðga.