Mark Zuckerberg, stofnandi Facebook, segist hafa hringt í Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, til þess að lýsa yfir óánægju með netnjósnir bandarískra stjórnvalda.

Í bloggfærslu sem Zuckerberg birti segir hann að stjórnvöld í Bandaríkjunum ættu ekki að vera ógn fyrir internetið, heldur þvert á móti. Í gær bárust fréttir af því að bandaríska þjóðaröryggisstofnunin hefði líkt eftir netþjóni facebook og þannig smitað tölvur fólks sem verið er að fylgjast með.

Þjóðaröryggisstofnunin hefur brugðist við með því að seggja að fréttirnar séu ónákvæmar.