Stjórn Festi staðfesti í yfirlýsingu á föstudag síðasta að hún sagði ekki satt og rétt frá í tilkynningu um uppsögn forstjóra félagsins. Það var skynsamlegt hjá stjórninni.

Eitt stærsta mein í rekstri skráðra fyrirtækja á Íslandi, og víðast í hinum vestræna heimi, er að mikið meira er gætt að formi en efnis. Það helgast bæði af miklu meiri lagasetningu um rekstur fyrirtækja og opinberu eftirliti. En einnig vegna þess misskilnings að stjórnarmenn séu óháðir.

Nú er að verða til starfsstétt óháðra stjórnarmanna á Íslandi. Þeir eru reyndar ekki óháðir því þeir eiga sæti sín undir tilnefningarnefndum og því fólki sem þar situr. En aðallega eru þessir óháðu stjórnarmenn háðir því að gera engin mistök og þar af leiðandi taka ekki áhættu. En rekstur fyrirtækja gengur út á að sækja fram og taka áhættu. Ekki hvaða áhættu sem er heldur kalkúleraða áhættu.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði