Óðinn fjallaði í Viðskiptablaðinu á fimmtudaginn um fjárhag sveitarfélaga.

Fjallaði hann um 16 földun skulda Reykjavíkurborgar (A-hluta) frá árinu 1994, þegar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varð borgarstjóri.

Óðinn rifjar upp kosningaloforð R listans í leikskólamálum frá 1994 og hvernig gekk að efna loforðið.

Áskrifendur geta lesið pistilinn í heild hér.

Synjunarstofnunin

Annað loforð R-listans árið 1994 var í leikskólamálum:

Biðlistum eftir leikskólaplássum verði útrýmt.

Ingibjörg Sólrún var í viðtali í 20 ára afmælisblaði Viðskiptablaðsins árið 2014. Þá var litið til baka til stofnárs blaðsins, ársins 1994, þegar Ingibjörg varð borgarstjóri. Þar ræddi hún um leikskólamálin:

Í fyrsta lagi voru það leikskólamálin sem voru í algjörum ólestri í borginni. Dagvist Reykjavíkur, eins og hún hét þá, hún var ekki þjónustustofnun – hún var einhvers konar synjunarstofnun.

Ingibjörg Sólrún hætti sem borgarstjóri í ásbyrjun 2003. Ári áður voru teknar saman tölur yfir biðlista eftir leikskólaplássi.

Árið 1994 voru 1.869 börn á biðlistum eftir leikskólaplássi. Í ársbyrjun 2002 voru þau 1.883, þrátt fyrir að börn á leikskólaaldri væru 500 færri það ár en árið 1994.

Í dag þekkjum við stöðu mála í leikskólunum í Reykjavík. Hún hefur aldrei, í 237 ára sögu borgarinnar, verið verri.

Synjunarstofnunin virðist því lifa góðu lífi þrátt fyrir viðstöðulaus loforð vinstri manna frá árinu 1994.

Pistill Óðins birtist í Viðskiptablaðinu sem kom út fimmtudaginn 11. maí. Áskrifendur geta lesið hann í fullri lengd hér.