Beta segir heilbrigðan lífsstíl vera flókið samspil margra þátta og vill aðstoða fólk til þess að taka ábyrgð á eigin heilsu.

Beta heldur út námskeiðinu Heildræn nálgun, en markmið námskeiðsins er að efla það starf sem Embætti landlæknis leggur áherslu á, það er að fyrirbyggja sjúkdóma og auka hreysti almennings. Heilsuefling innan fyrirtækja er skilgreind sem sameiginlegt átak vinnuveitenda, starfsmanna og samfélagsins í heild til að efla heilsu og vellíðan einstaklinga á vinnumarkaði.

„Á vinnumarkaði eru u.þ.b. 83% allra einstaklinga á aldrinum 16-74 ára. Aukin þekking almennings á eigin heilsu og heilsutengdum lífsstíl ætti að skila sér í bættri heilsuhegðun. Með þessu má draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins og vinnumarkaðarins í formi færri veikindadaga og heimsókna á heilbrigðisstofnanir. Það þarf að útfæra heilsueflingu á vinnustöðum betur.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði