Hér er listi og stutt umfjöllun um barnavöruverslanir landsins.

Nine Kids

Barnaverslunin Nine Kids er staðsett í Bæjarlind 6 í Kópavogi og er rekinn af tvennum hjónum. Nafnið á versluninni vísar til fjölda barna eigandanna sem eiga samtals níu börn.

Kjólar úr Nine Kids.
Kjólar úr Nine Kids.

Verslunin selur barnafatnað í stærðum 56 til 140 auk þess sem hún selur barnavörur, bílstóla, kerrur og vagna.

Englabörnin

Á annari hæði í Kringlunni er barnafataverslunin Englabörnin. Verslunin flutti í nýtt og stærra rými innan Kringlunar í febrúar í fyrra en búðin selur barnafatnað og fylgihluti í stærðum 44 til 176.

Verslunin fagnaði 40 ára starfsafmæli í fyrra en hún hefur verið staðsett í Kringlunni frá árinu 2006.

Móa&Mía

Fyrir rúmu ári síðan opnuðu Alexandra Helga Ívarsdóttir, eiginkona Gylfa Þórs Sigurðssonar og Móeiður Lárusdóttir, kærasta Harðar Björgvins Magnússonar barnavöruverslunina Móa & Mía. En í í haust mun verslunin opna í Ármúla 40.

Verslunin selur barnavörur og barnafatnað í stærðum 56 til 152. Þá selur verslunin einnig meðgönguvörur og föt fyrir foreldrana til að vera í stíl við börnin sín.

Nafnið á búðinni vísar í nöfn dóttur Alexöndru og Gylfa, Melrósu Míu og eldri dóttur Móeiðar og Harðar Björgvins, Matteu Móu.

Sundföt úr Móa&Mía
Sundföt úr Móa&Mía

Petit

Í Ármúla 23 er barnavöruverslunin Petit til húsa. Verslunin er í eigu hjónanna Linneu Ahle og Gunnars Þórs Gunnarssonar, fyrrverandi knattspyrnumanns.

Í versluninni má finna fatnað og fylgihluti fyrir börnin, barnavörur, vagna og bílstóla. Fatnaðurinn kemur í stærðum 56 til 152.

Barnaloppan

Þó það geti verið gaman að versla ný föt þá getur það verið dýrt og óumhverfisvænt.

Í Skeifunni 11A má finna Barnaloppuna, búð þar sem þú getur keypt og selt notaðar barnavörur. Þetta er sérstaklega góður kostur þar sem börnin stækka oft hratt upp úr stærðum.

AS WE GROW

Frá árinu 2012 hefur íslenska hönnunarfyrirtækið AS WE GROW hannað barnafatnað. Fyrirtækið hlaut Hönnunarverðlauun Íslands árið 2016 og er eina fatahönnunarfyrirtækið á Íslandi sem hefur hlotið þau verðlaun.

Verslunin er til húsa á Klapparstíg 28 í miðbæ Reykjavíkur en fatnaður þeirra er eingöngu unnin úr 100% náttúrulegu efni.

  • Aðrar barnabúðir eru t.d. Bíumbíum, Fífa, Minimo, Yrja og Narnía.