Nýja útgáfan af jeppanum er með 3 lítra V6 hybrid vél sem skilar allt að 462 hestöflum í R útfærslunni þannig að það eru kraftar undir húddinu á þessum stóra og stæðilega bíl. Hröðunin frá 0-100 er aðeins 5,1 sekúnda. Jeppinn er með 3,5 tonna dráttargetu.

Innanrýmið er vandað og flott þar sem 15” aðgerðarskjár er áberandi.

Í R útfærslunni eru alls kyns flottir fítusar m.a. R lógó á innstigi, bláum bremsudælunum og lykli og þá er R-blá stemningslýsing í innanrýminu.

Jeppinn er með Panorama þaki og HD matrix aðalljósin eru fallega hönnuð en einnig með bestu ljósakerfum sem völ er á. Bíllinn er með 4 svæða climatronic loftræstingu.

Volkswagen Touareg eHybrid kemur einnig í Elegance útfærslu og V6 vélin skilar bílnum 381 hestöflum.

Nánar er fjallað um bílinn í Bílablaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.