5 skref í átt að heilbrigðari og fallegri nöglum.

Fjólubláar neglur eru vinsælar í sumar.
Fjólubláar neglur eru vinsælar í sumar.

  • Naglabandaskæri - ýtið naglaböndunum niður og snyrtið með naglabandaskærum.
  • Naglabandaolía – þegar naglaböndin hafa verið fjarlægð er gott að bera olíu á þau til að mýkja böndin. Þetta er einnig gott að gera áður en neglur eru lakkaðar svo áferðin verði sem fallegust.
  • Naglaklippur – klippið neglurnar eins stutt og þið kjósið.
  • Naglaþjöl – snyrtið brúnir naglanna með naglaþjöl. Þau sem kjósa að klippa ekki neglurnar sínar geta farið beint í þetta skref og þá snyrt neglurnar aðeins til.
  • Naglalakk – Veljið ykkur loks ykkar uppáhalds lit til að lakka á ykkur neglurnar. En heitustu litirnir í sumar eru silfur, súkkulaði brúnn, lavander fjólublár, kóngablár, ljós ólífugrænn og gulur.