Inniskór og sandalar nýtast við allsskonar tilefni, ekki bara fyrir afslöppunina heima. Skórnir eru meðal annars tilvaldir á sundlaugarbakkann, í ræktina, vinnuna og þá geta þeir einnig poppað upp á lúkkið. Það fer þó allt eftir því hvaða inniskór eða sandalar verða fyrir valinu.

Hér eru sex ólíkir en flottir skór sem við tókum saman.

Birkenstock, Boston Taupe

Skórnir Boston Taupe frá Birckenstock fást í Húrra Reykjavík og kosta 24.990 kr. Skórnir veita góðan stuðning, dempun og eru einstaklega fallegir á fæti.

Oofos heilsusandalar

Oofos heilsusandalarnir fást í Svefn og Heilsu. Skórnir eru hannaðir til að veita góðan stuðning undir iljarnar og dreifa álaginu jafnt yfir allan fótinn. Þeir eru með meiri dempun en aðrir skór, eru vatnsfráhindrandi og kosta 10.990 kr.

Birkenstock, Arizona

Klassíska og vinsæla Birkenstock týpan Arizona fæst í Birkenstock verslunum Skór.is. Skórnir eru gerðir úr slitsterku efni, eru með góða dempun og aðlagast að fæti hvers og eins. Þeir kosta 14.995 kr.

Imac sandalar

Imac leðursandalarnir fást í verslunum Steinar og Waage og á Skór.is. Þeir eru með þrjá stillanlega franska rennilása og kosta 14.995 kr.

Mayberry inniskór

Mayberry loðskór frá merkinu EMU Australia. Skórnir eru gerðir úr 100% áströlsku kindaskinni og eru bæði fallegir og þægilegir. Skórnir fást í Andrea by Andrea og kosta 11.900 kr.

Adilette Comfort inniskór

Klassísku Adidas inniskórnir fást á Adidas.is og kosta 8.990 kr. Skórnir eru léttir á fæti og henta jafn vel fyrir afslöppunina heima sem og á sundlaugarbakkann.