Pipar\TBWA auglýsingastofa hefur ráðið Láru Zulima Ómarsdóttur í starf leiðtoga almannatengsla. Lára mun stýra almannatengsladeild stofunnar.

Lára hefur víðtæka reynslu af fjölmiðlum og almannatengslastörfum, sem samskiptastjóri, fréttamaður, vefritstjóri, framleiðandi og dagskrárgerðarkona bæði í útvarpi og sjónvarpi og býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á starfi fjölmiðla.

Hún vann einnig sem samskiptastjóri Aztiq, fjárfestingarfélags Róberts Wessmann. Lára hóf störf þar í byrjun árs 2021 og vann þar í tvö ár.

„Við erum himinlifandi yfir að fá Láru til starfa til okkar í Pipar\TBWA. Með því eflum við enn frekar þá þjónustu sem við bjóðum viðskiptavinum okkar á tímum þar sem almannatengsl, samskipti og umfjöllun verða sífellt mikilvægari. Við vitum að þekking Láru og sú mikla reynsla sem hún býr yfir á eftir að verða viðskiptavinum okkar og fyrirtækinu til heilla,“ segir Guðmundur Pálsson, framkvæmdastjóri Pipar\TBWA.

Lára lauk meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá Háskóla Íslands 2024 og B.ed. gráðu í íslensku og stærðfræði 2004. Áður starfaði hún meðal annars sem innkaupastjóri og sem framkvæmdastjóri knattspyrnufélags.