Mariam Laperas­hvili hefur verið ráðin fram­kvæmda­stjóri markaðs­mála hjá fjár­tækni­fyrir­tækinu Stand­by.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu en undan­farin tvö ár hefur Mariam starfað sem for­stöðu­maður markaðs- og sam­skipta­mála fjöl­miðla Sýnar þar sem hún leiddi öll kynningar­mál Stöðvar 2, Vísis, Stöð 2 sport, Bylgjunnar, FM957 og X977.

Mariam er við­skipta­fræðingur að mennt, lauk B.Sc. námi frá Há­skóla Ís­lands og stundaði einnig nám við Geor­ge Was­hington Uni­versity þar sem hún sér­hæfði sig í markaðs­fræðum.

Mariam hefur víð­tæka reynslu í fjöl­miðlum, sölu, staf­rænni þróun og markaðs­málum og hefur yfir árin unnið hjá ís­lenskum fyrir­tækjum eins og Sagafilm, Reon og Tu­li­pop og banda­rískum fé­lögum WorkA­merica og National Geo­grap­hic.

Stand­by er banda­rískt fjár­tækni­fyrir­tæki sem veitir banka­á­byrgðir vegna leigu á í­búðar­hús­næði. Banka­á­byrgðir eru al­gengar í Evrópu og á Ís­landi, en ekki í Banda­ríkjunum, og er því fyrir­tækið að veita þjónustu sem er þraut­reynd en á nýjum markaði. Varan heitir „Stand­by Deposit“ og er í boði í öllum fylkjum Banda­ríkjanna í sam­starfi við stóran fjár­tækni­banka í New York.

„Við erum virki­lega spennt að fá Mariam með okkur í lið. Hún er virki­lega reynslu­mikil og mun hjálpa okkur að verða enn skarpari í markaðs­setningu og styrkja teymið okkar. Við erum búin að byggja upp fjöl­þjóð­legt teymi sem hefur þróað vöruna, selt hana og þjónustar. Fé­lagið hefur starfs­stöðvar í Banda­ríkjunum, Ís­landi og í Pól­landi. Við erum að finna mikinn með­byr frá leigu­þjónustu­fyrir­tækjum, sem svo bjóða sínum leigj­endum að nota okkar vöru. Við náum að ein­falda vinnu fast­eigna­fé­laga og bjóða leigj­endum upp á betri upp­lifun. Mariam mun spila lykil­hlut­verk í þeirri stóru markaðs­sókn sem er í gangi hjá Stand­by,“ segir Egill Almar Ágústs­son for­stjóri Stand­by og með­stofnandi.

„Ég er spennt að takast á við verk­efni sem eru fram undan hjá okkur í Stand­by. Varan okkar er tækni­lega flókin en ein­faldar líf milljóna manna og er því mikil­vægt sam­fé­lags­verk­efni í sjálfu sér líka. Hjá Stand­by er mikið af reynslu­miklu fag­fólki og það er til­hlökkunar­efni að vera hluti af þessari liðs­heild,” segir Mariam sem hefur nú þegar hafið störf.