Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands.
© Aðrir ljósmyndarar (VB MYND)
Um 11,7 milljarða króna velta var með hlutabréf í Kauphöllinni í maí. Er það ríflega áttfalt meiri velta en í maímánuði í fyrra. Þá er velta á hlutabréfamarkaði fjórfalt meiri á fyrstu fimm mánuðum ársins 2011 heldur en á sama tíma í fyrra. Stærstur hluti af veltunni í maí var tengdur einu félagi, Össuri, en mikil viðskipti urðu með bréf félagsins þegar Eyrir seldi um 10% hlut til íslenskra lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í fréttabréfi IFS greiningar.