Rekstur Bakkavör Group á fyrsta ársfjórðungi 2005 var góður og í samræmi við væntingar stjórnenda. Innri vöxtur félagsins var 14,0% og nam sala félagsins fyrstu þrjá mánuði ársins 4,4 milljörðum króna (38,8 milljónum punda). Handbært fé frá rekstri fyrir skatta og vexti nam 822 milljónum króna (7,2 milljónir punda) í fjórðungnum samanborið við 458 milljónir króna (4,0 milljónum punda) árið áður og jókst því um 79,4% og frjálst fjárflæði frá rekstri nam 459 milljónum króna (4,0 milljónum punda) samanborið við 150 milljónum króna (1,3 milljónum punda) sem er aukning um 206,7%.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 929 milljónum króna (8,1 milljón punda) á móti 589 milljónum króna (5,2 milljónum punda) árið áður sem er 57,5% aukning. Hlutfall EBITDA af rekstrartekjum var 20,9% (16,4% án áhrifa hlutdeildarfélags) samanborið við 15,1% árið áður en hlutfall EBITDA af rekstrartekjum er að jafnaði lægst á fyrsta ársfjórðungi.

Fjármagnsgjöld námu 262 milljónum króna (2,3 milljónum punda) sem er 102,9% aukning frá sama tímabili í fyrra sem skýrist af lántöku vegna kaupa Bakkavör Group á hlut í Geest. Skattar tímabilsins námu 68 milljónum króna (599 þúsund pund) og lækka um 34,9% miðað við sama tímabil í fyrra. Skatthlutfall í fjórðungnum var 12,4% sem skýrist einkum af skattalegri meðferð á tekjum af eignarhlutum í félögum. Niðurstaða rekstrarreiknings er 484 milljónir króna (4,2 milljónir punda) í hagnað samanborið við 250 milljónir króna á sama tímabili í fyrra sem er 94,0% aukning.