Alls voru ríkisskuldabréf að nafnvirði 85,7 milljarða króna í eigu erlendra aðila í lok febrúarmánaðar sem jafngildir um 15,5% af heildarútgáfu ríkisbréfa. Nam hún í lok mánaðarins 552,3 milljörðum króna. Þrátt fyrir að upphæðin sé um 3,7 milljörðum lægri en í lok síðasta árs er hún hlutfallslega hálfu prósentustigi hærri. Nafnverð skuldabréfa í eigu erlendra aðila er þó töluvert lægra en það var í árslok 2018 þegar upphæðin nam 110 milljörðum eða um 17,5% af heildarútgáfu.

Í lok febrúar nam nafnverð óverðtryggðra skuldabréfa í eigu erlendra aðila 52,1 milljarði króna eða um 18,1% af heildarútgáfu á meðan nafnverð verðtryggðra bréfa í erlendri eigu nam 2.560 milljónum eða um 1,3% af heildarútgáfu.

Stærstu eigendur ríkisskuldabréfa í lok febrúar voru lífeyrissjóðir sem áttu að nafnvirði 227,7 milljarða eða um 41,2% af heildarútgáfu.