Sextán umsóknir bárust um starf sveitarstjóra Húnavatnshrepps en einn dró umsóknina til baka. Frá þessu er sagt á vef sveitarfélagsins. Af fimmtán umsækjendum eru tíu frá höfuðborgarsvæðinu. Í byrjun ársins bjuggu 409 einstaklingar í Húnavatnshreppi.

Jens P. Jensen, núverandi sveitarstjóri, sem sótti nýverið um stöðu sveitarstjóra í Flóahreppi, er ekki meðal umsækjenda.

Umsækjendur eru eftirtaldir:

Björn S. Lárusson, Reykjavík
Egill Skúlason, Hafnarfirði
Einar Kristján Jónsson, Kópavogi
Elías Pétursson, Mosfellsbæ
Guðbjartur Jónsson, Bolungarvík
Gunnar Ríkharðsson, Þingeyrum
Gunnar Kristinn Þórðarsson, Reykjavík
Hörður J. Oddfríðarson, Reykjavík
Lárus Páll Pálsson, Reykjavík
Sigurður Gísli Guðjónsson, Vík
Sigurður Sigurðarson, Reykjavík
Stefán Haraldsson, Blönduósi
Steingrímur Hólmsteinsson, Kópavogi
Theódór S. Halldórsson, Reykjavík
Þorbjörn Guðrúnarson, Eldjárnstöðum