*

sunnudagur, 28. nóvember 2021
Innlent 4. maí 2018 10:40

1.606 milljarða skuldbindingar

Ríkið hefur skuldbundið sig til greiðslu 1.606 milljarða króna í almannatryggingar, sem þó er minna hlutfall af VLF en víða.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ef einungis er horft til uppsafnaðra lífeyrisskuldbindinga ríkisins í formi almannatrygginga námu þær 1.606 milljörðum króna í lok árs 2015.

Lífeyrisskuldbindingarnar sem hlutfall af landsframleiðslu hér á landi nema um 72% en í Hollandi og Bretlandi eru samsvarandi skuldbindingar vel yfir 200%, um það bil í þeim mörkum í Litháen en rétt undir í Svíþjóð sem dæmi.

Á sama tíma námu lífeyrisskuldbindingar lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði hér á landi 2.170 milljörðum króna og opinberra starfsmanna 1.377 milljörðum.

Um er að ræða nýja útreikninga á vegum Hagstofunnar, en þeir miðast ekki við mögulega réttindasöfnun út starfsævina, heldur einungis stöðuna á þeim tímapunkti sem miðað er við.

Ellilífeyrir í almannatryggingum sem hér er skilgreindur nær til grunnlífeyris, heimilisuppbótar ellilífeyrisþega og tekjutryggingu sem greidd er af Tryggingastofnun ríkisins. Lífeyrir eftirlifenda ásamt örorku undir lífeyristökualdri er undanskilinn.