Gumi, félag í eigu Ólafs Kristins Sigmarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra verslunar hjá Kaupfélagi Skagfirðinga (KS), innleysti 243 milljóna króna söluhagnað árið 2020 í kjölfar sölu á M-veitingum, rekstraraðila Metro, til KS. Seldur eignarhlutur í dótturfélagi Guma nam 330 milljónum króna.

Hagnaður Guma árið 2020 nam 98 milljónum en félagið bókfærði 144 milljóna tap vegna 95% eignarhlutar í Álfasögu, sem rekur Dagnýju og Co. Hlutafé Álfasögu, sem M-veitingar eiga 5% hlut í, var á síðasta ári hækkað um tæplega 190 milljónir króna að raunvirði sem greitt var með skuldajöfnun við kröfu Guma á hendur félaginu.

Sjá einnig: Kaupfélagið má eiga Metro

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins, sem heimilaði kaup KS á M-veitingum fyrir rúmu ári, kom fram að kaupin væru hluti af uppgjöri skulda Álfasögu og Guma gagnvart KS og dótturfélögum.