Lögmannsstofan BBA Fjeldco hagnaðist um 368 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaður um 6 milljónir frá fyrra ári.

Rekstratekjur námu 1,4 milljörðum króna og jukust um 12% milli ára.

Stjórn lögmannsstofunnar leggur til að 408 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa á þessu ári vegna síðasta rekstrarárs en þeir voru alls fjórtán í lok árs 2022.

Lykiltölur / BBA Fjeldco

2022 2021
Tekjur 1.405 1.258
Greiddur arður 350 282
Eigið fé 409 392
Afkoma 368 362
- í milljónum króna

Fréttin birtist í Viðskiptablaðinu, sem kemur út í fyrramálið.