Viðskipti með bréf í TM hafa verið mikil í dag og í gær. Aðalfundur félagsins er á morgun og má gera ráð fyrir að það hafi áhrif á veltuna með bréf félagsins.

Lífeyrissjóðurinn Gildi jók við hlut sinn í félaginu í gær og er nú komin upp fyrir 5% eignarmörk. Þá voru veruleg viðskipti í gær sem tengjast í því að hlut eignarhaldsfélagsins Jöká ehf sem var í eigu Örvars Kærnested, Ármanns Þorvaldssonar og Kjartans Gunnarssonar var skipt upp á milli eigenda félagsins.

Heildarvelta félagsins í gær, sem skýrist aðallega af þessum tveimur þáttum, var 1700 milljónir króna. Veltan í morgun hefur svo numið 450 milljónum króna.

Þá hefur einnig verið mikil velta með bréf í Icelandair í morgun en hún nemur 522 milljónum króna.