„Við auglýstum þetta ekkert of mikið en viðtökurnar hafa verið frábærar, við fengum um 50 pantanir á fyrstu klukkutímunum,“ segir Helgi Már Þórðarson, annar eigandi Aha.is en fyrirtækið hleypti í dag af stokkunum lágvöruverðsmatvörunetverslun á aha.is í samstarfi við Nettó . Aha.is er með rétt tæplega 100.000 viðskiptavini og í samstarfi við um 80 veitingastaði.

Enn sem komið er er hægt að fá vörurnar sendar heim eða að sækja þær í Nettó í Mjódd.  Helgi Már segir segir hins vegar standa til að fyrir áramót verði einnig hægt að sækja vörurnar í Nettó á Granda og í Hafnarfirði.

Helgi Már segir að hann hafi strax tekið eftir miklum samhljómi milli Aha.is og Samkaupa, sem reka Nettó. Hjá báðum fyrirtækjum eru ungir stjórnendum í brúnni sem hafa þó verið lengi hjá fyrirtækinu. „Þetta er búið að vera í undirbúningi í þrjú ár,“ segir Helgi Már.