Þrátt fyrir að álagning auð­legðarskatts renni út um næstu áramót munu þeir sem hann greiða þurfa að standa skil af skattinum haustið 2014, þ.e. eftir birtingu álagningarseðla í byrjun ágúst sem miða við skatta­ árið 2013.

Auðlegðarskatturinn var sem kunnugt er lagður á tímabundið árið 2009 en það var Steingrímur J. Sigfússon, þáv. fjármálaráðherra, sem bar upp frumvarp þess efnis. Síðan þá hefur skatturinn tvisvar verið framlengdur og mun sem fyrr segir renna sitt skeið á enda í lok þessa árs.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ít­ rekar í samtali við Viðskiptablaðið fyrri orð sín þess efnis. Hann vildi í samtali við Við­skiptablaðið ekki gefa upp hvaða breytinga mætti vænta á komandi sumarþingi (sem hefst að öllum líkindum í lok næstu viku) enda væri hann á fyrstu dögum sínum sem fjármálaráðherra að fara yfir stöð­una og helstu verkefni í ráðuneytinu.

„Ég get þó sagt að við munum leita leiða strax í sumar til að létta álögum af heimilunum en til þess eru ýmsar aðferðir,“ sagði Bjarni.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð .