Veritas Capital sem á félögin Artasan, Distica, Medor, Vistor og Stoð hagnaðist um 548 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaður þess um 53% milli ára. Tekjur félagsins námu 17,8 milljörðum króna og jukust um 10% milli ára. EBITDA nam 903 milljónum og jókst um 35% milli ára.

Eignir námu rúmlega 7,8 milljöðrum í lok árs og eiginfjárhlutfall var 31%. Hrund Rudolfsdóttir er framkvæmdastjóri Veritas en félagið er að fullu í eigu Hreggviðs Jónssonar.