*

fimmtudagur, 9. desember 2021
Innlent 3. október 2020 14:05

935 milljóna króna tap CRI

Carbon Recycling International tapaði 935 milljónum króna á síðasta ári en árið áður tapaði félagið 882 milljónum króna.

Ritstjórn
Ingólfur Guðmundsson, forstjóri CRI.
Eyþór Árnason

Carbon Recycling International (CRI), sem á og rekur verksmiðju hér á landi og vinnur að uppbyggingu á verksmiðjum í Evrópu og Kína, tapaði 935 milljónum króna á síðasta ári en árið áður tapaði félagið 882 milljónum króna. Tekjur CRI námu 419 milljónum króna og kostnaður 725 milljónum króna.

Eignir námu 4,2 milljörðum króna og eigið fé tæplega 2 milljörðum króna. Laun og launatengd gjöld námu 503 milljónum króna en að jafnaði starfaði 31 starfsmaður hjá félaginu í fyrra. Ingólfur Guðmundsson er forstjóri CRI.

Stikkorð: CRI uppgjör