*

sunnudagur, 5. desember 2021
Innlent 5. ágúst 2021 19:01

Innkalla bíla frá þremur umboðum

Innkalla þarf 137 Volvo bifreiðar vegna hættu á að öryggi fyrir eldsneytisdælur gæti sprungið. 2000 bílar til viðbótar innkallaðir.

Ritstjórn
Volvo V60 er einn bílanna sem þurft hefur að innkalla.
Haraldur Guðjónsson

Brimborg hefur þurft að innkalla 137 Volvo S60, V60, V60CC, S90, V90, V90CC, S90L, XC60 og XC90 bifreiðar af árgerð 2019 - 2020. „Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að öryggi fyrir eldsneytisdælu springi. Ef það gerist veldur það gangtruflunum.“

Þá hefur Heklar þurft að innkalla 1820 Mitsubish ASX, Eciplse Cross og Outlander bifreiðar. 

Hekla innkallar Mitsubishi ASX árgerðir 2018-2020, Eclipse Cross árgerðir 2018-2021 og Outlander árgerðir 2017-2020. Ástæða innköllunarinnar er sögð vera möguleg forritunarvillu í ákeyrsluviðvörunarkerfi að framan sem greinir ranglega myndir frá myndavélum bílsins og virkja sjálfvirka hemlun og viðvörunarskilaboð.

Bílaumboðið Askja hefur einnig þurft að innkalla 132 Mercedes Benz Sprinter bifreiðar. „Ástæða innköllunarinnar er að möguleiki er á að hosa fyrir stýrisvökva getur losnað.“

Eigendum viðkomandi bifreiðum verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.

Stikkorð: Volvo Mitsubishi Benz Innkallanir