Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,59% það sem af er degi og er 6.878,53 stig.

Alfesca hefur hækkað mest allra það sem af er degi, eða um 5,93%. Hækkunina má rekja til birtingar á sex mánaða uppgjöri félagsins sem var í takt við væntingar greiningaraðila.

Íslandsbanki hækkaði næst mest, eða um 2,21%, Actavis hefur hækkað um 1,28% og Marel hefur hækkað um 1,27% það sem af er degi.

FL Group heldur áfram að hækka og hefur hækkað um 1,08%.

Þrjú félög hafa lækkað í dag. Atlantic Petroleum hefur lækkað um 0,83%, Icelandic Group hefur lækkað um 0,58% og Avion Group hefur lækkað um 0,23% og hefur lækkað um 13,03% frá því það var sett á markað.