Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,3% frá því að opnað var fyrir viðskipti kl. 10 í morgun og stendur nú þegar þetta er skrifað, kl. 12:00 í 650 stigum samkvæmt Markaðsvakt Mentis.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 3% í gær og hefur nú lækkað um 9,7% það sem af er þessari viku.

Á markaðssíðu vb.is má sjá helstu breytingar einstakra félaga.

Bakkavör hefur lækkað um 17,1% en rétt er að hafa í huga að aðeins tvenn viðskipti hafa farið fram með bréf í félaginu það sem af er degi. Ein fyrir tæpar 12 þúsund krónur og önnur fyrir rétt rúmar 100 þúsund krónur.

Heildarvelta með hlutabréf er um 11 milljónir samkvæmt Markaðsvakt Mentis. Þar af er 4,5 milljónir með bréf í Marel, 1,6 milljónir með bréf í Össur og tæpar 1,5 milljónir með bréf í Icelandair Group.