*

miðvikudagur, 23. september 2020
Innlent 11. ágúst 2020 12:13

Áætlaður hagnaður TM um 1,6 milljarðar

Drög að uppgjöri annars ársfjórðungs 2020 hafa leitt í ljós að afkoma TM samstæðunnar er umtalsvert betri en gert hafði verið ráð fyrir.

Ritstjórn
Sigurður Viðarasson, forstjóri TM
Haraldur Guðjónsson

Drög að uppgjöri annars ársfjórðungs 2020 hafa leitt í ljós að afkoma TM samstæðunnar er umtalsvert betri en gert hafði verið ráð fyrir, hvort heldur litið sé til síðustu birtu rekstrarspár fyrir fjórðunginn eða þess hvernig félagið mat horfur ársins við birtingu uppgjörs fyrsta ársfjórðungs.

Hagnaður á fjórðungnum er áætlaður um 1,6 milljarðar króna fyrir skatta og skýrist einkum af bættri afkomu af vátryggingastarfsemi og fjárfestingum. Samsett hlutfall á fjórðungnum er um 90%, fjárfestingatekjur námu um 1,6 milljörðum króna og hagnaður af fjármögnunarstarfsemi Lykils nam um 80 milljónum.

Áréttað er að framangreindar upplýsingar eru birtar með þeim fyrirvara að um drög að uppgjöri er að ræða. Uppgjör annars ársfjórðungs verður birt þann 26. ágúst nk. og kynningarfundur um afkomu félagsins á fjórðungnum verður sama dag. Samhliða birtingu uppgjörsins mun félagið birta nýja rekstrarspá til næstu 12 mánaða.

Stikkorð: TM