Actavis hefur fengið 180 daga einkasölurétt í Bandaríkjunum á svefnlyfinu Zolpidem en lyfið var þróað hjá Actavis í Flórída.

Samkvæmt bandarískum lögum fær félag sem er fyrst til að fá samþykkta skráningu á nýju samheitalyfi á markað í Bandaríkjunum fyrrnefndan einkasölurétt.

Frumlyf Zolpidem heitir Ambien og er frá lyfjafyrirtækinu Sanofi-Aventis. Ambien seldist fyrir tæpar 130 milljónir bandaríkjadala á á síðasta ári.

Lyfið er ætlað sjúklingum sem eiga við alvarlegt svefnleysi að stríða. Um er að ræða svokallað forðalyf sem virkar þannig að efsjúklingur þurfti áður að taka eina töflu þrisvar á dag, þá virkar forðalyfið kannski þannig að aðeins þarf að taka eina töflu á dag, taflan skammtar lyfið í réttu magni allan sólarhringinn.