Fyrirtækið AEX Gold sem áður hét Alopex á gullnámu á Grænlandi auk gullleitarleyfa sem er um 3.356 ferkílómetrar að stærð. Eldur Ólafsson lauk nýverið í hlutafjárútboð þar sem það sótti sér 7,45 milljarða króna í nýtt hlutafé og var samhliða því skráð á markað í London. Félagið var fyrir skráð í kauphöll í Kanada.

„Þetta hlutfjárútboð hafði mikla þýðingu fyrir okkur. Til þess að geta ráðist í framleiðslu og vera félag sem er í vaxtarfasa þá þurfum við mikið eigið fé og við söfnuðum á bilinu 7 til 8 milljörðum í eigið fé í þessu útboði. Slíkar fjárhæðir dekka allan rannsóknarkostnað næstu tvö árin og mun gera okkur kleift að ráðast í fleiri fjárfestingar. Á staðnum er náma tilbúin og einnig birgðir af gullefni sem er tilbúið til vinnslu og við ætlum að ráðast í fjárfestingar á nýjum tækjum og meiri vinnslu á efni."

Félagið stefnir á að hefja framleiðslu á gulli eftir 18 mánuði.

Nánar er rætt við Eld í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .